Stjórn félagsins 2021

Stjórn félagsins samanstendur af þrem stjórnarmönnum og einum varamanni. 

Í stjórn í dag eru Egill Rafn Sigurgeirsson formaður, Tómast Óskar Guðjónsson gjaldkeri, og hafa þeir verið í stjórn frá upphafi félagsin. Valgerður Auðunsdóttir er ritari félagsins og Þorsteinn Sigmundsson varamaður í stjórn. Stjórn er skipuð til tveggja ára og er það gert á aðalfundi. Kosið er sérstaklega í formannsembættið en aðrir í stjórn skipta með sér verkum. Egill sem má telja upphafsmann Býflugnaræktunar á Íslandi hefur verið formaður félagsins frá stofnun þess en síðastliðin 5 ár hefur hann á aðalfundi gefið kost á sér til áframhaldandi setu ef enginn annar býður sig fram í formanninn. 

Halda skal aðalfund í apríl ár hverju ef aðstæður leyfa. Í félaginu eru nú skráðir rúmlega 100 félagsmenn. Félagsmenn hafa verið hvattir til að stofna faghópa inna félagsins um málefni sem brenna á félagsmönnum eins og til dæmis fjölgun búa í landinu, ræktun drottninga og fræðslumál, en sá hópur hefur verið starfandi um skeið, gert leiðbeiningar, bækling, haldið kynningar og sinnt fræðslu bæði fyrir félagsmenn og aðra sem hafa óskað eftir því. Auk þess að taka á móti erlendum gestum og kynnt býflugnaræktunina hér á landi. Þetta er allt gert af miklum áhuga og í nafni félagins.

 

Stjórn félagsins 2021

Formaður:  Egill Rafn Sigurgeirsson

Ritari:  Valgerður Auðunsdóttir

Gjaldkeri:  Tómast Óskar Guðjónsson

Varamaður: Þorsteinn Sigmundsson

 

Fræðslunefnd